Í dag þriðjudaginn 10. nóvember munu fermingarbörn ganga í hús í sókninni og safna peningum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.  Söfnunin er á landsvísu og hefur verið kynnt í fjölmiðlum.  Fermingarbörnin hafa fengið fræðslu um þau verkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar vinnur að og eru tilbúin að leggja mikilvægu málefni lið.  Í fyrra söfnuðust rúmlega 166.000 kr. í sókninni og er markmiðið að gera enn betur núna.  Við hvetjum sóknarbörn til þess að taka vel á móti fermingarbörnunum sem munu banka á dyr milli kl. 17:30 og 21:00 í kvöld.