Það er gott að koma inn úr amstri dagsins og kyrra hug og hönd.  Hlusta á orð Drottins og taka þátt í bænahaldi.  Á morgun, miðvikudag, verður kyrrðarstund í kirkjunni.  Stundin hefst klukkan 12:00.   Hægt er að koma fyrirbænaefni til presta kirkjunnar símleiðis (587-1500) eða í kirkjunni.  Eftir kyrrðarstundina er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.

MAÐUR ER MANNS GAMAN

Félagsskapurinn Maður er manns gaman kemur saman á morgun (miðvikudag) í safnaðarheimili kirkjunnar klukkan 13:30.  Spiluð verður vist, spjallað og handavinnan dregin fram.  Í lok samverunnar fáum við til okkar krakka úr Kirkjuprökkurum sem ætla að syngja fyrir okkur og Hreinn verður með nikkuna til að spila undir.  Allir hjartanlega velkomnir.