Sunnudaginn 25. október verða tvær guðsþjónustur í kirkjunni.  Kl. 11 verður fjölskyldumessa í umsjón sr. Bryndísar Möllu Elídóttur og Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur djákna.  Sungnir verða söngvar og sálmar úr Barnasálmabókinni og lesin saga úr Biblíunni að hætti sunnudagaskólans.  Eftir stundina er boðið upp á kaffi, te, djús og kex í safnaðarheimilinu.

Tómasarmessa verður kl. 20.  Yfirskrift þeirrar messu er:  Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.  Stór hópur fólks kemur að undirbúningi og þjónustu Tómasarmessunnar.  Mikilvægur þáttur messunnar er fyrirbæn og lofgjörð sem allir geta tekið þátt í.  Kaffi og te í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  Allir hjartanlega velkomnir.