Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur verður haldið í safnaðarheimili kirkjunnar þriðjudaginn 27. október og 3. nóvember kl. 19-22.  Markmið námskeiðsins er að konur efli sjálfsmynd sína og auki við lífsgæði sín og lífsgleði meðal annars út frá völdum sögum Biblíunnar.  Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning er á breidholtskirkja@kirkjan.is eða í síma 587 1500 fyrir þriðjudaginn 27. október.  Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Bryndís Malla Elídóttir og Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni.