Félagsskapurinn Maður er manns gaman er hugsaður fyrir eldri borgara en vitanlega eru allir velkomnir í stundirnar. Stundirnar eru annan hvern miðvikudag og hefjast klukkan 13:30. Á morgun fáum við til okkar góðan gest, sr. Jakob Á. Hjálmarsson, sem ætlar að fjalla um Melkorku Mýrkjartansdóttur og áhrif hennar á kristni. Eftir erindið fáum við okkur kaffi/te og eigum notalegt spjall saman.
Kyrrðarstundir kirkjunnar eru alla miðvikudaga og hefjast klukkan 12:00. Eftir stundina er boðið upp á léttan málsverð í safnaðarheimilinu.