Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs sem einnig stjórnar kirkjukórnum. Messuhópur 5 mun taka virkan þátt í messunni. Sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni og færir sig síðan niður í safnaðarheimili þar sem fjársjóðskistan verður opnuð og sagðar sögur úr Biblíunni. Kaffi og djús í safnaðarheimilinu að lokinni messu.
Kl. 14 verður djáknavígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þá mun Nína Björg Vilhelmsdóttir verða vígð til djáknaþjónustu við Breiðholtskirkju. Nína hefur m.a. umsjón með barna og æskulýðsstarfi kirkjunnar og samverum eldri borgara. Þá mun hún eftir vígsluna taka aukin þátt í helgihaldi kirkjunnar og mun til dæmis þjóna í næstu Tómasarmessu.