Já það var mikið um að vera hjá okkur í TTT í gær.  Við vorum að skoða helstu tákn trúarinnar s.s. fiskinn, krossinn, dúfuna og fleira.  Allir fengu að velja sér eitt tákn sem þau vinna síðan meira með næsta fimmtudag.  Eftir að við höfðum sungið og farið saman með bæn vorum við svo heppin að hún Halldóra spilaði fyrir okkur á fiðluna sína. 

Það var yndislegt og allir fóru heim sælir og sáttir.