Sunnudaginn 11. október verður sunnudagaskólinn kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar, Lindu og Karenar.  Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni samhliða messunni en síðan fara börnin niður í safnaðarheimilið og eiga sína stund þar, með fjársjóðsleit, sögum, söng og bænum. 

Í messu sunnudagsins þjónar sr. Gísli Jónasson og leggur út af orðum Jesú í Markúsarguðspjalli 10. kafla versun 17-27.  Þar kemur meðal annars fram hin þekkta staðhæfing Jesú að auðveldara sé fyrir úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríkið.  Organisti að þessu sinni er Kristína Waage og kór kirkjunnar syngur.   Tekið verður við framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar sem renna mun óskert til innanlandsaðstoðar.   Boðið verður upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að lokinni messu og sunnudagaskóla.