Í samveru eldri borgara í gær kom góður hópur í heimsókn og flutti Jónasarvöku.  Um var að ræða dagskrá í tali og tónum tileinkuð Jónasi Hallgrímssyni.  Sagt var frá ævi Jónasar, áhrifaþáttum í lífi hans og hvernig ljóð hans endurspegluðu samtímann og áhuga hans meðal annars á náttúru Íslands.  Góður rómur var gerður að þessari dagskrá sem endaði á fjöldasöng þar sem sungið var hið góðkunna ljóð Jónasar Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.  Næsta samvera Maður er manns gaman verður á Breiðholtsdögum miðvikudaginn 21. október.  Gestur þeirrar samveru verður sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.