Messa sunnudaginn 4. október kl. 11.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar, kirkjukórinn syngur undir stjórn Julian E. Isaacs.  Tekið verður við framlögum til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar.  Sjá nánar á http://vimeo.com/6830350

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar, Karenar og Lindu.  Fjársjóðskistan verður á sínum stað sem opnast fyrir orð Guðs.  Öll börn fá blöð með sögu og fallegum myndum.  Djús og kaffi að stundinni lokinni.