Sunnudagurinn 27. september verður sannkallaður hátíðisidagur í kirkjunni. Þá fögnum við haustinu með hausthátíð kl. 11. Hún hefst með fjölskyldustund í kirkjunni en síðan færum við okkur út og þar verður boðið upp á þrautir, leiki og grillaðar pulsur. Í safnaðarheimilinu er myndlistasýning kirkjuprakkaranna sem enginn má missa af. Um kvöldið kl. 20 verður fyrsta Tómasarmessa vetrarins. Yfirskrift hennar er: Hvar er Guð í sorginni? Í Tómasarmessunni verður fjölbreytt tónlist, fyrirbænaþjónusta og máltíð Drottins. Kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu að messu lokinni.