Á miðvikudögum eru kyrrðar- og bænastundir hér í kirkjunni.  Þær hefjast klukkan 12:00.  Hægt er að koma bænarefnum til presta símleiðis eða í kirkjunni. Það er ómetanlegt að sameinast í bæn með öðrum, hlýða á orð Drottins og styrkjast í trúnni.  Allir eru hjartanlega velkomnir.  Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.

Maður er manns gaman, það eru orð að sönnu.  Hópur fólks sem hittist í kirkjunni annan hvern miðvikudag, klukkan 13:30, kallar sig þessu ágæta nafni.  Á morgun, miðvikudag, ætlum við að hittast og eiga notalega stund saman, við spilum, spjöllum og föndrum.  Vertu velkomin og endilega taktu með þér gest.

Kirkjuprakkarar hittast á miðvikudögum klukkan 16:00.  Á morgun (miðvikudag) ætlum við að halda áfram undirbúningi fyrir hausthátíðina.  Þá ætlum við að mála myndir í glugga safnaðarheimilisins, því er mikilvægt að börnin mæti í fötum sem mega fá málningarslettur í sig.  Það geta allir krakkar á aldrinum 6-9 ára orðið kirkjuprakkarar, bara að mæta í kirkjuna.