Það er svo gott að koma saman á ný í kirkjunni og heyra um vin okkar Jesú.  Fjársjóðskistan er alltaf vinsæl og spennandi, hvort heldur sem við förum í hana sjálf eða leitum kistunnar í kirkjunni.

Vissir þú að fjársjóðskistan opnast bara með orðum Guðs?  Síðasta sunnudag byrjuðum við að útbúa skraut fyrir hausthátíð Breiðholtskirkju sem verður 27. september, nánar um það seinna.  Fleiri myndir hér fyrir aftan.

Við syngjum saman……

við fáum brúðu til að hafa með okkur í fjársjóðskistuna…..

við syngjum meira af því það er svo gaman 🙂

og við fáum blöð með okkur heim með Biblíusögu dagsins og þrautum.  Svo getum við alltaf farið inn á www.barnatru.is og þar getum við hlustað á söngva, lesið meira um Biblíusögu dagsins, tekið þátt í getraun og margt margt fleira.