Miðvikudaginn 9. september ætlum við í félagsskapnum Maður er manns gaman í Breiðholtskirkju að bregða okkur af bæ.  Lagt verður af stað klukkan 13:15 frá Breiðholtskirkju og haldið til Þingvalla.  Þaðan er ferðinni heitið í Selfosskirkju þar sem Eygló Gunnarsdóttir djákni tekur á móti okkur.  Áætluð heimkoma er 17:00.

Allir eru hjartanlega velkomnir með okkur í þessa ferð.  Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 587-1500.