Kynningarmessa fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra þeirra verður næst komandi sunnudag 6. september kl. 11.  Að lokinni messunni verður fundur með foreldrum fermingarbarnanna þar sem sagt verður frá uppbyggingu fermingarfræðslunnar í vetur.  Prestar kirkjunnar þjóna og organistinn leiðir kórinn í söng. 

Sunnudagaskólinn er byrjaður á ný eftir sumarfrí og verður á sama tíma og messurnar kl. 11.  Fjársjóðskistan er á sínum stað og brúðurnar koma í heimsókn.  Djús og kaffi eftir stundina í safnaðarheimilinu.  Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Nína Björg, Karen og Linda.