Góður hópur fólks á öllum aldri kemur saman á hverjum miðvikudegi til kyrrðarstundar. Í sumar hefur yngsti kirkjugesturinn verið á fyrsta ári og sá elsti kominn hátt á níræðisaldur. Allir finna þá blessun sem kyrrðin, fyrirbænin og orð Guðs gefur inn í hversdaginn og líta á þessar stundir sem sínar gæðastundir. Kyrrðarstundirnar hefjast kl. 12 og að þeim loknum er boðið upp á hádegisverð í safnaðarheimilinu. Vertu velkomin(n).