Sunnudagsmessur falla niður í júlí og fram í ágúst vegna sumarleyfa og viðhalds kirkju.    Alla miðvikudaga eru hins vegar kyrrðarstundir kl. 12 með ritningarlestri, hugleiðingu, fyrirbæn og máltíð Drottins.  Eftir kyrrðarstundirnar er boðið upp á létta hressingu í safnaðarheimilinu.  Fyrirbænum má koma á framfæri við presta kirkjunnar í síma 587 1500.   Viðtalstímar  eru milli 11 og 12 þriðjudaga til föstudaga.  Sr. Gísli er í sumarfríi í júlí og þá leysir sr. Bryndís Malla hann af.  Farsími hennar er 892 2901.