Í júní verður boðið upp á göngmessur milli kirknanna í Breiðholtinu. Fyrsta gangan verður frá Seljakirkju sunnudaginn 7. júní kl. 10. Þá verður gengið að Breiðholtskirkju með leiðsögn Birnu Bjarnleifsdóttur sem meðal annars mun segja frá gamla Breiðholtsbænum og fleiri merkum stöðum á leiðinni. Í Breiðholtskirkju verður síðan messað kl. 11 og boðið upp á hressingu að henni lokinni.
Sunnudaginn 14. júní verður gengið frá Breiðholtskirkju kl. 10 til messu í Fella- og Hólakirkju sem byrjar kl. 11. Þá verður gengið upp Elliðaárdalinn og staldrað við á merkum stöðum.
Síðasta gangan verður sunnudaginn 21. júní á sumarsólstöðum. Þá verður lagt af stað frá Fella- og Hólakirkju kl. 19 og gengið til kvöldmessu í Seljakirkju kl. 20. Ekið verður með göngufók aftur að þeirri kirkju sem göngurnar hófust þegar allir hafa þegið hressingu eftir messurnar. Þessar göngumessur eru liður í auknu samstarfi safnaðann og tilvalið tækifæri til þess að njóta umhverfisins og náttúru Breiðholts í góðum félagsskap.