Aðalfundur sóknarinnar verður haldinn að lokinni messu kl. 11 þann 24. maí. Enn vantar varamenn í sóknarnefnd og því möguleiki fyrir áhugasama einstaklinga að gefa kost á sér til áhrifastarfa. Í nefndinni er öflugt fólk sem ber hag kirkjunnar fyrir brjósti og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að auka og efla starf safnaðarins á breiðum grundvelli. Formaður sóknarnefndarinnar er Sigríður Sólveig Friðgeirsdóttir, sími hennar er 896 0686 og gefur hún frekari upplýsingar um starfið en einnig er tilvalið að hafa samband við presta kirkjunnar. Allt starf í kirkjunni er grundvallað í orði Krists sem kallar okkur til þjónustu í kærleiksríki sínu hvort sem um er að ræða setu í sóknarnefnd, þátttöku í kirkjukór eða í starfi eldri borgara nú eða messuþjónustu. Þetta er gefandi starf sem skilar hverjum og einum blessunarríkum stundum.