Í síðustu viku fengum við góðan gest í heimsókn í kirkjuprakkara.  Það var Kristín Bjarnadóttir frá Kristniboðssambandi Íslands sem heimsótti okkur og sagði okkur frá börnunum í Kenía og því mikilvæga starfi sem kristniboðar inna þar af hendi.  Kirkjuprakkararnir höfðu mikinn áhuga á frásögn hennar og báru fram margar spurningar.  Kristín hafði meðferðis poka og úr honum dró hún upp hluti sem hún hafði eignast er hún dvaldi í Afríku.  Hún fékk tvo sjálfboðaliða til að hjálpa sér, þau Önnu Dögg og Dag og á myndinni hér fyrir neðan sjáum við þau vera klædd í afrísk klæði.  Anna Dögg er í kanga og Dagur í kikoy.