Það var sannarlega tekið vel á móti ferðalöngunum frá Breiðholtssókn síðastliðin sunnudag.  Þá var haldið í hina árlegu safnaðarferð og upphafsstaðurinn var Grindavíkurkirkja.  Þar tók sr. Elínborg Gísladóttir á móti okkur og sóttum við guðsþjónustu í kirkjunni.

Reykjanesvirkjun og Saltfisksetrið var heimsótt og má með sanni segja að almenn ánægja hafi verið með þessar ólíku sýningar.  Við þökkum samferðafólki okkar og gestgjöfum kærlega fyrir góðan dag.