Alla miðvikudaga klukkan 12:00 er kyrrðar- og bænastund í kirkjunni. Í stundinni sameinast margir í bæn og styrkjast í trú, von og kærleika. Hægt er að koma bænarefnum á framfæri við presta, símleiðis eða í kirkjunni. Eftir stundina er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.
Kirkjuprakkarar hittast klukkan 16:00 á miðvikudögum. Næsta miðvikudag fáum við óvæntan gest í heimsókn! Allir krakkar á aldrinum 7-9 ára eru velkomin.