Síðasta fjölskylduguðsþjónusta vetrarins verður næstkomandi sunnudag 26. apríl kl.11.   Þá er tilvalið að mæta með uppáhalds bangsann sinn enn allir bangsar fá sérstakt hlutverk á sunnudaginn.  Kirkjuprakkararnir ætla að færa kirkjunni að gjöf fallega bænabók sem þau hafa útbúið í vetur.  Barnakórarnir báðir ætla að syngja og ýmislegt fleira verður til uppbyggingar og blessunar.

Síðasta Tómasarmessan að sinni verður á sunnudaginn kl. 20.  Í messunni verður fjölbreytt tónlist, fyrirbæn, orð Guðs og máltíð Drottins.  Kaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Gleðilegt sumar