Miðvikudaginn 22. apríl klukkan 14:00 hefst hátíð í kirkjunni sem ber yfirskriftina Vetur kvaddur.  Hátíðin er samstarfsverkefni Breiðholtskirkju, félagsstarfsins í Gerðubergi og Árskógum og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Kynnir á hátíðinni verður sr. Gísli Jónasson.

Allir eru hjartanlega velkomnir í kirkjuna, aðgangur er ókeypis.

Hægt er að sjá dagskrá hátíðarinnar ef smellt er á lesa áfram hér fyrir neðan.

Dagskrá:
  • Kvennakórinn Senjórítur, stjórnandi Ágota Joó.
  • Leikskólinn Arnarborg, skólahópurinn syngur 3 lög.
  • Sigurvegarar í stóru upplestrarkeppni grunnskólanna í Breiðholti lesa upp.
  • Nemendur úr Tónskóla Sigursveins leika á hljóðfæri.
  • Gerðubergskórinn syngur stjórnandi Kári Friðriksson.
  • Sönghópur frá Félagsmiðstöðinni Árskógum syngur nokkur lög og leiðir fjöldasöng undir stjórn Elsu Haraldsdóttur.

Eftir skemmtiatriðin býður Breiðholtskirkja upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.