Það er margt skemmtilegt sem við höfum tekið okkur fyrir hendur í félagsskapnum Maður er manns gaman.  Á dögunum kom Halldóra Björnsdóttir í heimsókn til okkar og fjallaði um mikilvægi hreyfingar.  Erindið var áhugavert og mikilvægt, við þökkum Halldóru kærlega fyrir.

Á miðvikudaginn (15. apríl) klukkan 13:30 ætlum við að halda áfram að gera eitthvað skemmtilegt en þá höldum við vorbingó.  Allir hjartanlega velkomnir.

Kyrrðarstundin er í hádeginu og hefst klukkan 12:00, eftir hana er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Kirkjuprakkarar hittast þennan sama dag (þ.e. miðvikudag) klukkan 16:00.

Á fimmtudeginum klukkan 17:00 koma TTT krakkarnir saman, en það er fyrir alla krakka á aldrinum tíu til tólf ára.

Sjáumst í kirkjunni okkar.