Skírdagskvöld: Messa kl. 20, í lok messunnar verður slökt á kertum, munir teknir af altarinu og rósir settar á altarið sem minna á sár Krists.

Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl. 11, píslarsagan lesin og íhuguð.  Gunnhildur Halla Baldursdóttir syngur einsöng.

Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8 við sólarupprás.  Páskakertið tendrað sem lýsir í kirkjunni sem vitnisburður um sigur lífsins.  Að messu lokinni verður sameiginlegur morgunverður í safnaðarheimilinu, svokallað Pálínuboð þar sem kirkjugestir koma með það sem þeir vilja leggja til á morgunverðarborðið.  Þessi samvera á páskadagsmorgun er ákaflega ánægjuleg og ómissandi þeim sem einu sinni hafa tekið þátt.

Annar í páskum: Fermingarmessa kl. 13:30.

Verið velkomin í kirkjuna.