Það er ávallt notalegt hjá okkur í sunnudagaskólanum. Síðasta sunnudag, sem var pálmasunnudagur, hlustuðum við á frásögnina þegar Jesús kom ríðandi til Jerúsalem og fólkið fagnaði honum. Eftir frásögnina tókum við okkur til og föndruðum. Við bjuggum til þessar fínu páskakanínur og börnin undu sér hið besta. Hún Emilía var svo elskuleg að útbúa handa okkur þessa fínu veislu og við vorum mjög þakklát fyrir það.
Næsti sunnudagaskóli verður 19. apríl klukkan 11:00.