Viltu koma út að ganga í góðum félagsskap?  Þú ert velkomin að slást í hópinn og ganga hring um hverfið með okkur.  Við hittumst við kirkjuna (sunnanmegin) klukkan 19:30 og göngum í u.þ.b. 45 mínútur.

Kirkjuprakkarar hittast klukkan 16:00.  Á fundinum ætlum við að reyna að skilja hvernig Guð getur verið bæði faðir, sonur og heilagur andi.  Allir krakkar á aldrinum 7-9 ára eru hjartanlega velkomnir.

Kyrrðarstund kirkjunnar hefst klukkan 12:00.  Eftir stundina er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.