Sunnudaginn 29. mars verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 með þátttöku yngri barnakórs kirkjunnar.  Prestur sr. Gísli Jónasson.   TTT koma og segja frá spurningarkeppninni úr I. Mósebók sem þau tóku þátt í fyrir kirkjunnar hönd.  Einnig verða góðir gestir úr sunnudagaskólanum virkir þátttakendur og því tilvalið að eiga góða stund í kirkjunni næstkomandi sunnudagsmorgun. 

Tómasarmessa verður á sunnudaginn kl. 20 með fyrirbæn, orði Guðs, máltíð Drottins og fjölbreyttri tónlist.  Einnig mun mótorhjólaklúbburinn Trúboðarnir taka þátt á sinn einstaka hátt.  Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu.