Messa sunnudaginn 22. mars kl. 11, sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar.  Organisti kirkjunnar Julian E. Isaacs stjórnar kirkjukórnum sem leiðir almennan safnaðarsöng.  Prédikun dagsins fjallar um orð Jesú í Jóhannesarguðspjalli þar sem Jesús segir:  Ég er brauð lífsins.  Þann mun aldrei hungra, sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.

Sunnudagaskólinn er í messunni fram að ritningarlestrum en þá fara börnin niður í safnaðarheimili og halda sinni guðsþjónustu áfram þar með söng, sögum og fjársjóðsleit. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Nína, Karen, Linda og Jóhann.

 Kaffi, djús, kex og ávextir að messu lokinni.