Á morgun, miðvikudag, verður margt um að vera í kirkjunni.  Kyrrðarstundin verður á sínum stað og hefst kl. 12:00.  Eftir hana er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Félagsskapurinn Maður er manns gaman er öllum opinn.  Samverurnar eru haldnar hálfsmánaðarlega og hefjast klukkan 13:30.  Við ætlum að hittast á morgun og spila, spjalla, föndra og von er á góðum gestum.  Allir hjartanlega velkomnir og hvernig væri nú að bjóða nágrannanum með?

Kirkjuprakkarar hittast á sínum hefðbundna tíma klukkan 16:00.  Skemmtileg stund fyrir alla krakka á aldrinum 7-9 ára.  Nýir krakkar eru ávallt velkomnir.

Gönguhópurinn mætir galvaskur klukkan 19:30 og tekur góðan hring í hverfinu u.þ.b. 40 mínútna ganga.  Það er fátt eins gott til að næra líkama og sál og að fara í gönguferð.  Komdu með.