Í kvöld 4. mars verður lagt af stað frá safnaðarheimili kirkjunnar kl. 19:30 og gengið saman í ca. 40 mínútur.  Í síðustu gönguferð urðu á vegi hópsins fjórar kanínur og nú aðeins spurning hvort við sjáum þær fleiri í kvöld eða eitthvað allt annað sem náttúran býður upp á í vetrarbúningi sínum.  Allir eru velkomnir í gönguhópinn.