Sunnudagurinn 1. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Yfirskrift dagsins er Í hendi Guðs.

Við höldum upp á daginn með guðsþjónustu, sem hefst klukkan 11:00,  þar sem unglingar og börn úr starfi Breiðholtskirkju koma að flestum þáttum. Við fáum til okkar góða gesti.  Hljómsveitin Insomia mun koma og flytja nokkur lög fyrir okkur af sinni alkunnu snilld og Mýsla og Músapési líta í heimsókn.

Eftir guðsþjónustuna er boðið uppá djús, kaffi og kex í safnaðarheimilinu.