Í dag verður samvera hjá Maður er manns gaman.  Það verða dregin fram spil og púsl og kannski grípur einhver með sér handavinnuna sína.  Notaleg stund í góðum hópi.

Kirkjuprakkarafundurinn fellur niður í dag.  Allir eru velkomnir niður í kirkju til að syngja fyrir okkur.

Kyrrðarstundin er á sínum stað og hefst klukkan 12:00 í dag sem og alla aðra miðvikudaga.  Eftir stundina er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Að lokum minnum við á að TTT fundurinn hefst kl. 16:45 á morgun, fimmtudag.  Mikilvægt að koma klæddur eftir veðri þar sem við munum halda í ÆVINTÝRAFERÐ og verða mikið utandyra.