Allan ársins hring eru kyrrðarstundir í kirkjunni kl. 12.  Þessar stundir hafa reynst mörgum dýrmætar enda eru þær alla jafna vel sóttar.  Í dag voru um 20 manns í kirkjunni og nutu helgistundarinnar og samfélagsins í safnaðarsalnum að henni lokinni en alltaf er boðið upp á léttan hádegisverð á miðvikudögum.  Bænarefnum fyrir næstu kyrrðarstund má koma á framfæri við presta kirkjunnar.