Biblíudagurinn er næstkomandi sunnudag 15. febrúar.  Þá lýkur einnig menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti.  Að því tilefni munu senjórítur Kvennakórs Reykjavíkur syngja við messu í Breiðholtskirkju kl. 11.  Stjórnandi kórsins er Ágota Joó.  Prestur er sr. Bryndís Malla Elídóttir. Tekið verður á móti frjálsum framlögum til Biblíufélagsins en það er elsta starfandi félag á Íslandi, stofnað 10. júlí 1815.  Kaffi og kökur í safnaðarheimilinu að lokinni messu.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 í umsjón Nínu, Lindu, Karenar og Jóhanns.