Sunnudaginn 8. febrúar hefst níuviknafastan.  Messa verður kl. 11, prestur sr. Gísli Jónasson, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian E. Isaacs.  Guðspjallstexti dagsins er dæmisaga Jesú úr Matteusarguðspjalli 25. kafla þar sem segir frá manni sem fól þjónum sínum að gæta eigna sinna.  Einum fékk hann fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina og mun sr. Gísli heimfæra þessa sögu inn í aðstæður líðandi stundar.

Sunnudagskólinn fer á barnastarfshátíð prófastsdæmisins sem haldin verður á sunnudaginn kl. 11 í Grafarvogskirkju.  Gestur hátíðarinnar verður Björgvin Franz Gíslason.  Boðið verður upp á rútuferð frá kirkjunni kl. 10:40.  Allir velkomnir.