Lifandi steinar er námskeið í kristnu lífsviðhorfi.  Með því viljum við veita hjálp til tengsla við aðra, til að skilja sjálfan sig betur, til að auka skilning á gildi trúarinnar í hinu daglega lífi og til að sjá hvernig sunnudagurinn og guðsþjónustan geta glætt hvunndaginn lífi.  Markmið Lifandi steina er að veita innsýn í guðsþjónustuna, að skapa samfélag við aðra í söfnuðinum, að auka trú á eigin möguleika og hlutverk í messunni, að auka tengsl milli trúar og daglegs lífs, að veita hjálp til að vinna með spurningar er vakna um trúna og lífið, að stuðla að auknum trúarþroska.  Að þessu er stefnt með boðun, hópumræðum, kyrrðarstundum, íhugun og heimaverkefnum.  Umsjón með Lifandi steinum hafa Bryndís Malla Elídóttir og Nína Björg Vilhelmsdóttir.  Námskeiðið verður haldið í Breiðholtskirkju á þriðjudagskvöldum í febrúar og hefst 3. febrúar kl. 20.  Auk þess er námskeiðið laugardaginn 14. febrúar.  Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu, skráning er á breidholtskirkja@kirkjan.is eða í síma 587 1500 þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar um námskeiðið.