Sunnudaginn 25. janúar verður litamessa kl. 11.  Þá verður kirkjan skreytt í öllum litum regnbogans og tilvalið að mæta í litríkum fötum.  Yngri barnakórinn syngur og litalagið verður rifjað upp.  Boðið verður upp á appelsínugult djús og kex með hvítu kremi eftir messuna og að sjálfsögðu svart kaffi fyrir hina fullorðnu. 

Kl. 20 verður fyrsta Tómasarmessan á þessu ári í Breiðholtskirkju.  Í Tómasarmessunum er lögð áhersla á fyrirbæn og upplifundarþátt helgihaldsins bæði í söng og með þátttöku í máltíð Drottins.  Kaffisopi og samfélag í safnaðaheimilinu eftir messuna.