Sunnudaginn 18. janúar verður messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Prestur, sr. Bryndís Malla Elídóttir og organisti Julian E. Isaacs sem einnig stjórnar kór kirkjunnar.  Guðspjallstexti dagsins er sagan um Sakkeus sem var lítill vexti en langaði til þess að sjá Jesú og klifraði því upp í tré.   Jesús sá Sakkeus, kallar hann niður úr trénu og segir við hann:  ‘I dag ber mér að vera í húsi þínu.  Hvað síðar varð um Sakkeus kemur fram í prédikuninni á sunnudaginn.  Eftir messuna verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu.