Í næstu viku hefst allt barnastarf innan kirkjunnar. Kirkjuprakkarar hittast miðvikudaginn 14. janúar klukkan 16;00, kóræfingar hjá yngri barnakórnum hefjast fimmtudaginn 15. janúar klukkan 14:15 og hjá eldri kórnum klukkan 15:30 og TTT hittast sama dag klukkan 17:00. Það eru skemmtilegir mánuðir framundan hjá okkur í Breiðholtskirkju og við hlökkum til að hitta ykkur aftur og einnig vonum við að við fáum að kynnast mörgum nýjum krökkum í vetur. Allir krakkar eru hjartanlega velkomnir að bætast í hópinn.