Gamla árið verður kvatt með aftansöng á gamlárskvöld kl. 18, prestur:  Sr. Bryndís Malla Elídóttir, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian E. Isaacs organisti.  Það er gott að geta þakkað fyrir liðið ár og horft með vongleði trúarinnar fram til nýs árs sem fagnað verður í kirkjunni með hátíðarmessu á nýársdag kl. 14.  Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari, organisti kirkjunnar stjórnar kirkjukórnum sem leiðir almennan safnaðarsöng. 

Sunnudagaskólinn hefst aftur á nýju ári sunnudaginn 11. janúar 2009