7. desember mun Gerðubergskórinn syngja við messu kl. 11, stjórnarndi kórsins er Kári Friðriksson. Þetta er 15. árið í röð sem Gerðubergskórinn syngur við messu þennan sunnudag og er mikil ánægja með þetta góða samstarf við félagsstarfið í Gerðubergi. Við upphaf messunnar mun Anna Stefánsdóttir kveikja á aðventukertunum með 2 ára barnabarni sínu Jakobínu Björk Jónasdóttur. Þá mun Sigurlaug Guðmundsdóttir flytja aðventuljóð eftir Ásgerði Ingimarsdóttur. Ritningarlestra mun Anna Magnea Jónsdóttir lesa ásamt félögum úr félagsstarfinu í Gerðubergi. Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimilinu.
Sunnudagaskólinn er kl. 11, jólasöngvar, jólasaga, djús og piparkökur.