Fyrsta sunnudag í aðventu 30. nóvember verður aðventukvöld kl. 20. Dagskráin er fjölbreytt bæði í tali og tónum. Ræðumaður kvöldsins verður Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður. Kirkjukór Breiðholtskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng og Kvennakór Reykjavíkur flytur tvö aðventulög. Fermingarbörn sýna helgileik út frá friðarbæn Frans frá Assisí. Eftir stundina verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu og gefst þá kostur á að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar. Einnig verða seld friðarljós Hjálparstarfsins í anddyri kirkjunnar. Hefjum jólaundirbúninginn í sameiningu að kvöldi fyrsta sunnudags í aðventu.