Fyrsta sunnudag í aðventu verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 með þátttöku eldri barnakór kirkjunnar.  Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu, spádómskertinu, og sungin nokkur jólalög.  Einnig munu börnin hjálpast að við að setja upp „Betlehemfjárhúsið“ og er það alltaf hátíðleg stund.  Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á piparkökur, kaffi og djús í safnaðarheimilinu.