Sunnudaginn 23. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Yngri barnakórinn syngur og börn út TTT sýna helgileik.  Einnig verður barn borið til skírnar.  Sunnudagaskólabörnin fá að sjálfsögðu límmiða í bókina og brúðurnar leggja eitt og annað til málanna eins og þær eru vanar að gera.   Boðið er upp á hressingu í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustunni.

Kl. 20 verður Tómasarmessa með fjölbreyttri tónlist, máltíð Drottins og fyrirbæn.  Tómasarmessurnar njóta mikilla vinsælda og er upplifundarþáttur hverrar messu mikilvægur en boðið er upp á fyrirbæn með handayfirlagningu, en einnig má skrifa bænarefni á miða og verður beðið fyrir þeim bænarefnum í messunni og í kyrrðarstundum í kirkjunum næstu vikur á eftir.  Bænin er ber árangur, það hefur oft sannast í Tómasarmessunum.    Eftir messunar er kaffisopi í safnaðarheimilinu.