kl. 16 á miðvikudögum hittast kirkjuprakkararnir í safnaðarheimilinu.  Starfið er ætlað börnum í 2. til 4. bekk, starfsmaður kirkjunnar sækir þau börn sem eru í Bakkaseli og fylgir þeim sem vilja í kirkjuna.  Boðið er upp á ávexti eða aðra hressingu á hverri samveru sem eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar.  Í desember munu kirkjuprakkararnir æfa helgileik sem sýndur verðu í kirkjunni um jólin.  Alltaf er tekið vel á móti nýjum prökkurum.

kl. 20 hittist æskulýðsfélag kirkjunnar sem er í umsjón KFUM og KFUK.  Góður hópur unglinga úr 8. og 9. bekk bera uppi félagið og tekur sér ýmislegt fyrir hendur en nýlega fór hópurinn til dæmis í sólarhringsdvöl í Vatnaskóg.  Framundan er skemmtileg dagskrá og allir unglingar eru að sjálfsögðu velkomnir í hópinn.