Kristniboðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í kirkjunni annan sunnudag í nóvember.  Í Breiðholtskirkju verður messa kl. 11 og þá mun sr. Helgi Hróbjartsson kristniboði prédika.  Prestur er sr. Gísli Jónasson og organisti Julian E. Isaacs sem jafnframt stjórnar kór kirkjunnar.   Að messu lokinni verður boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu þar sem sr. Helgi mun sýni myndir frá Afríku og segja frá starfi sínu þar sem kristniboði.  Sr. Helgi hefur langa reynslu af þjónustu við erfiðar og frumstæðar aðstæður og mun á sunnudaginn segja frá því starfi á sinn einstaka hátt.

Sunnudagaskólinn er einnig á sínum stað kl. 11.