Á miðvikudögum er starf fyrir alla aldurshópa í Breiðholtskirkju.  Kl. 12 á hádegi er kyrrðarstund í kirkjunni og kl. 13:30 hefst starf eldri borgara í safnaðarheimilinu en þær samverur eru aðra hvora viku yfir vetrartímann.  Að þessu sinni verður spilað og spjallað um lífsins gagn og nauðsynjar.  Kl. 16 koma kirkjuprakkararnir en þeir eru á aldrinum 7 til 9 ára.  Í kirkjuprökkurunum er syngið, leikið, föndrað og sagðar sögur einnig er boðið upp á ávexti á hverri samveru.  Kl. 20 er síðan fundur í æskulýðsfélaginu en það er KFUM og KFUK sem hafa veg og vanda af þeirri dagskrá sem þar er boðið upp á.