Sunnudaginn 26.  október verður fjörug og skemmtileg fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11.  Söngurinn verður þar í fyrirrúmi og mun eldri barnakór kirkjunnar syngja nokkur lög.  Brúðurnar koma í heimsókn og allir krakkar fá límmiða í bókina sína.  Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á kaffisopa, djús og kex í safnaðarheimilinu.

Tómasarmessa verður næstkomandi sunnudag kl. 20.   Stór hópur fólks kemur að undirbúningi hverrar Tómasarmessu og margir sem taka þátt í sjálfri messunni.  Tónlistin er fjölbreytt og á léttum nótum, fyrirbænin á stóran sess í messunni svo að allir þeir sem koma geti fengið að reyna þá blessun sem bæn til Drottins ber með sér.  Tómasarmessan er tækifæri sem enginn má láta fram hjá sér fara.